vefir.helgaoskars.com

Þjónusta

Við gerð vefja er náið samráð haft við verkkaupa um framkvæmdina og áhersla lögð á að mæta óskum þeirra.

Í grunnpakka er:

  1. Hönnun og uppsetning vefjar.
  2. Allt efni sem verkkaupi á tiltækt er sett inn á vefinn. Tekið skal fram að þetta er innan skynsamlegra marka.
  3. Kennsla á bloggkerfi, leiðbeiningar varðandi innsetningu efnis; texta, mynda o.s.frv. og hvernig best er að vinna efni fyrir vefinn.
  4. Uppfærslur á vefumsýslukerfi, viðmóti og viðbótum frítt í eitt ár.

Verð fyrir þennan grunnpakka er: 260.000 kr. + vsk.

Möguleikar

Vefirnir eru settir upp í vefumsýslukerfinu WordPress sem margir þekkja og þykir mjög notendavænt. Mikið er til af viðbótum sem auka möguleika vefjarins til muna t.d. með viðburðadagatali, sérhönnuðu fréttaviðmóti, myndagalleríum, hetjuborðum (Hero Banners) og mörgu öðru sem eiganda vefjarins finnst spennandi, töff og/eða nauðsynlegt.

Hægt er að hafa notendastýringu og sérstakt félagasvæði þar sem það á við. Ef þörf er á sérstakri tæknilegri útfærslu eða þörf er á að nota aðkeyptar lausnir þá er það verðlagt sérstaklega útfrá útlögðum kostnaði en ávalt í samráði og með samþykki verkkaupa.

Framhaldið

Framtíðin er björt og ávalt er lagt upp með að halda sambandi varðandi velferð vefjarins því vefir þurfa sitt TLC (ástríki) til að þeir haldist ferskir og í formi. Þjónustan er persónuleg, soldið eins og velviljaða frænkan sem hægt er að hringja í ef eitthvað bjátar á eða ef forsjáraðili fær geggjaða hugmynd sem gaman væri að skella í framkvæmd.

Þegar vefur er keyptur sér söluaðili/hönnuður um allt viðhald á kerfum, bæði grunnkerfi (WordPress), viðbótum og viðmótsforritinu (Divi).

þessi þjónusta er innifalin í eitt ár en eftir að árið er liðið heldur þessi þjónusta áfram fyrir sanngjarna þóknun.

Verð fyrir viðhald er 20.000 kr. á ársgrundvelli.

Sjá dæmi um vefi hér að neðan.

Helga Óskarsdóttir hefur yfir tuttugu ára reynslu í að setja upp og hanna vefi fyrir einstaklinga og fyrirtæki.

Sími: 6995652
Netfang: vefir@helgaoskars.com